Traust og örugg flutningaþjónusta
Við hjá BMB Verk ehf. sérhæfum okkur í að veita áreiðanlega og skilvirka flutningaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki af öllum stærðum. Markmið okkar er að tryggja að vörur þínar komist á áfangastað á öruggan hátt og á réttum tíma, í hvert skipti.
Af hverju að velja BMB Sendibíla?
- Tímanleg afhending: Við skiljum mikilvægi þess að koma vörunum á réttan stað eins fljótt og mögulegt er. Reyndir bílstjórar okkar tryggja að vörurnar þínar berist samkvæmt áætlun.
- Öryggi: Við sjáum til þess að vörurnar eru meðhöndlaðar af varkárni. Við fylgjum áreiðanlegum öryggisstöðlum til að halda vörunum þínum öruggum frá því að þær eru sóttar og þangað til þær komast á áfangastað.
- Hagstætt verð: Gæðaþjónusta þarf ekki alltaf að kosta heilan handlegg. Við bjóðum upp á samkeppnishæft verð til að mæta þínum fjárhag.
- Einstök þjónusta og góð samskipti: Við leggjum metnað í að veita framúrskarandi þjónustu og viðskiptasamband. Við erum til staðar til að svara öllum þínum spurningum.
Þjónustan:
- Bókaðu samdægurs: Við bjóðum upp á að bóka samdægurs en er best að bóka með fyrirvara til að tryggja tímabæra sendingu í síma 770-2211.
- Öll nauðsynleg tæki og tól: Bretta-tjakkur, kassa-trilla og plastrúlla er til staðar í öllum bílum.
- Aðstoð við að bera vörur: Við bjóðum upp á aðstoð við að bera vörurnar úr sendibílnum og inn í hús með viðskiptavin, eða með auka manni, gegn vægu gjaldi.